Það skyldi þó aldrei fara svo að barbabrella lagsbræðranna Darling og Brown muni hitta Bretland og þá sjálfa verst fyrir þegar upp er staðið. Hvorugur þeirra virðist hafa áttað sig á því að breskir hagsmunir kynnu að falla fyrir borð ef ráðist yrði gegn íslenskum bönkum í Bretlandi.
Áhrifin virðast ætla að verða enn víðtækari því gengi pundsins hefur fallið töluvert gagnvart dollara og jeni af því að menn hafa áhyggjur af deilu Íslendinga og Breta.
Þetta dæmi ætti að vera misvitrum stjórnmálamönnum á lágu siðferðisplani til viðvörunar um að falla ekki stundarfreistni eigingirninnar og fálma í hálmstrá frekar en að koma hreint fram og taka afleiðingum gjörða sinna.