Um vefinn

Ég byrjaði að skrifa greinar í blöð á áttunda áratug síðustu aldar. Til að byrja með tengdust þau skrif aðallega vinnu. Um mitt ár 2004 fór ég hins vegar að blogga af fullum krafti með aðstoð Blogger, sem seinna varð eign Google.

Líklega hafa ástæður bloggskrifa verið tvenns konar. Í fyrsta lagi var blogg orðið nokkuð algengt á þessum tíma og mig langaði til að reyna mig á þeim vettvangi. Í annan stað var allnokkur hiti í þjóðfélagsumræðunni á þessum tíma vegna ákvörðunar forseta Íslands, Ólafs Ragnars Grímssonar um að synja fjölmiðlalögum ríkisstjórnar Davíðs Oddssonar staðfestingu. Fjölmiðlalögin voru illræmd, nema af áköfustu meðreiðarsveinum forsætisráðherrans, sem hefðu glaðir étið hattinn sinn fyrir foringjann og eflaust skóna líka. Sú ákvörðun Davíðs og Halldórs Ásgrímssonar, formanns Framsóknarflokksins og utanríkisráðherra, að láta ekki fara fram þjóðaratkvæðisgreiðslu í kjölfar synunar forsetans var líka vægast sagt umdeild.

Þegar ég var lagður af stað í þessa vegferð fannst mér engin ástæða til annars en að halda áfram. Ég velti því ekkert fyrir mér hvort einhver læsi það sem ég skrifaði, heldur skrifaði fyrst og fremst til að tjá mínar eigin skoðanir — og til að æfa mig í að tjá mig í rituðu máli.

Þessi fyrsta blogghrota teygðist fram á árið 2012 og undir það síðasta var pistlum farið að fækka ofan í einn á ári. Í COVID-19 veirufaraldrinum fór ég að rifja þetta upp og afritaði allar bloggfærslurnar af Blogger yfir í WordPress. Þær eru þó ennþá til á Blogger og munu verða áfram.

Ég hafði mikla ánægju af þessum skrifum, sem mér fannst fyrst og fremst vera gagnlegar stílæfingar. Ég birt yfirleitt engan pistil fyrr en ég hafði látið hann liggja aðeins og síðan lesið hann yfir. Varðandi framhaldið mun tíminn leiða í ljós hvort eitthvað bætist við safnið.

Hér að neðan eru nokkrar hugleiðingar um skriflega tjáningu sem ég hef mætur á.

Writing is its own reward.
— Henry Miller

Forget all the rules. Forget about being published. Write for yourself and celebrate writing.
— Melinda Haynes

You must kill all your darlings.
— William Faulkner

We write to taste life in the moment and in retrospect.
— Anais Nin

It is perfectly okay to write garbage — as long as you edit brilliantly.
— C. J. Cherryh

If I waited for perfection, I would never write a word.
— Margaret Atwood

We are all apprentices in a craft where no one ever becomes a master.
— Ernest Hemingway

No tears in the writer, no tears in the reader. No surprise in the writer, no surprise in the reader.
— Robert Frost

Writing is like sex. First you do it for love, then you do it for your friends, and then you do it for money.
— Virginia Woolf