…….. í lauginni

Þá er auglýsingaherferð Framsóknar hafin. Í blöðunum sjást litlar auglýsingar, sem síðan eiga vafalaust eftir að stækka þegar nær dregur kosningum. Í þeirri auglýsingu sem spiluð hefur verið í sjónvarpi að undanförnu er megináhersla lögð á formanninn. Auglýsingin er hefðbundin og frekar hallærisleg. Þegar formaðurinn damlaði í Laugardalslauginni kom strax upp í hugann blúslag sem dúettinn Súkkat flutti eftirminnilega hér fyrir nokkrum árum. Ég er viss um að þeir félagar myndu leyfa Framsóknarmönnum að leika það undir sundæfingum formannsins – sem væri auðvitað mjög viðeigandi.