Ávarp að morgni

Taktu nú frá mér
tötralegar hugsanir.

Taktu nú frá mér
fjasmælgi, „opin ljóð“.

Taktu nú frá mér
tímann í blaðastíl.

Gefðu mér dag
sem geislar eins og brimströnd.

— Hannes Pétursson